Tsikhanouskaja dæmd í fimmtán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 13:20 Hin fertuga Svetlana Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu. Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08