Forðast þurfi með öllum ráðum að lenda í vonda vítahringnum Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 5. mars 2023 13:00 Sigurður Ingi segir að leita verði allra leiða til að forðast að víxlverkun launahækkana og verðlags hífi verðbólguna upp úr öllu valdi. Vísir/Ívar Formaður Framsóknarflokksins segir að það ófremdarástand sem skapaðist í efnahagsmálum á níunda áratugnum, með víxlverkun launahækkana og verðlags, megi aldrei endurtaka sig. Allir sem eitthvað geti gert verði að leggjast á eitt til að tryggja að svo verði ekki. Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira