Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. mars 2023 15:05 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn. Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Sjá meira
Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Sjá meira