Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 11:30 Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjaði á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur í fyrra. Hafliði Breiðfjörð Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi. Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar Sjá meira
Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi.
Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar Sjá meira