Miklir vaxtamöguleikar sjókvíeldis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 1. mars 2023 21:01 Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Halla Signý Kristjánsdóttir Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun