Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2023 15:55 Samstaða Venusar og Júpíters gæti litið svona út rétt fyrir klukkan 21:00 í kvöld. Stjörnufræðivefurinn Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. Reikistjörnurnar tvær döðruðu við tunglið í byrjun síðustu viku og voru þá hvor sínu megin við vaxandi mánasigð, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Parið verður sérstaklega nálægt hvor öðru í svokallaðri samstöðu á himinum í kvöld. Um er að gera fyrir áhugasama að njóta Júpíters á meðan þeir geta. Hann lækkar á lofti og hverfur sjónum frá Íslandi í seinni hluta þessa mánaðar. Venus verður aftur á móti kvöldstjarna fram á mitt sumar þar til hún hverfur inn í sumarbirtuna. Í apríl verður meðal annars hægt að sjá reikistjörnuna skammt frá Sjöstirninu svonefnda með handsjónauka. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og næstbjartasta fyrirbærið á himinum á eftir Venusi ef sólin og tunglið eru ekki talin með. Hægt er að sjá fjögur stærstu tungl Júpíters, Galíleótunglin svonefndu, með handsjónauka eða litlum stjörnusjónauka. Venus er næsta reikistjarnan við jörðina ef miðað er við sporbrautir þeirra beggja. Plánetan er um það bil á stærð við jörðina. Það er þó ekki aðeins hlutfallsleg nálægðin sem gerir Venus svo bjarta á næturhimninum. Reikistjarnan er hulin þykkum lofthjúpi sem er fyrst og fremst úr koltvísýringi. Hann endurvarpar meirihluta sólarljóss sem fellur á hann. Geimurinn Júpíter Venus Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Reikistjörnurnar tvær döðruðu við tunglið í byrjun síðustu viku og voru þá hvor sínu megin við vaxandi mánasigð, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Parið verður sérstaklega nálægt hvor öðru í svokallaðri samstöðu á himinum í kvöld. Um er að gera fyrir áhugasama að njóta Júpíters á meðan þeir geta. Hann lækkar á lofti og hverfur sjónum frá Íslandi í seinni hluta þessa mánaðar. Venus verður aftur á móti kvöldstjarna fram á mitt sumar þar til hún hverfur inn í sumarbirtuna. Í apríl verður meðal annars hægt að sjá reikistjörnuna skammt frá Sjöstirninu svonefnda með handsjónauka. Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og næstbjartasta fyrirbærið á himinum á eftir Venusi ef sólin og tunglið eru ekki talin með. Hægt er að sjá fjögur stærstu tungl Júpíters, Galíleótunglin svonefndu, með handsjónauka eða litlum stjörnusjónauka. Venus er næsta reikistjarnan við jörðina ef miðað er við sporbrautir þeirra beggja. Plánetan er um það bil á stærð við jörðina. Það er þó ekki aðeins hlutfallsleg nálægðin sem gerir Venus svo bjarta á næturhimninum. Reikistjarnan er hulin þykkum lofthjúpi sem er fyrst og fremst úr koltvísýringi. Hann endurvarpar meirihluta sólarljóss sem fellur á hann.
Geimurinn Júpíter Venus Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira