Messi og Putellas valin best Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:01 Þessi þekkja fátt annað en að lyfta verðlaunagripum. Marcio Machado//Getty Images Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld. Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Fótbolti FIFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023
Fótbolti FIFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira