Hetja helgarinnar: Gaf litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Caitlin Clark fagnar sigurkörfu sinni um helgina og eins og sjá má varð allt vitlaust í stúkunni í höllinni í Iowa City. AP/Charlie Neibergall Körfuboltakonan Caitlin Clark er stórstjarna í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún stóð heldur betur undir nafni um helgina. Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira