Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:09 Hluti fangahópsins sem var fluttur í nýja risafangelsið. Fleiri en 64.000 manns hafa verið handteknir í stríði forseta landsins gegn glæpum. Vísir/Getty Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. Öryggissveitir hafa smalað saman tugum þúsunda grunaðra félaga í glæpagengjum eftir að Bukele lýsti yfir neyðarástandi vegna morð- og ofbeldisöldu í landinu í mars í fyrra. Neyðarástandsyfirlýsingin hefur verið endurnýjuð ítrekað síðan, síðast í síðustu viku. Mannréttindasamtök hafa gangrýnt neyðarástandið og aðfarir lögreglu. Það fellir viss stjórnarskrárbundin réttindi úr gildi sem hefur gert lögreglu kleift að handataka menn án handtökuskipunar. Yfirvöld geta fylgst með fjarskiptum grunaðra manna og fangar eiga ekki rétt á að ræða við lögmann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnrýnendur segja að saklaust fólk hafi verið handtekið og að tugir manna hafi látist í haldi lögreglu. Aðgerðirnar eru þrátt fyrir það almennt vinsælar á meðal almennings. Bukele birti myndir af fyrstu föngunum sem voru sendir í nýtt risafangelsi í Tecoluca. Á þeim sjást þeir hlekkjaðir og aðeins klæddir í síðar hvítar stuttbuxur. Þeir eru allir krúnurakaðir og húðflúraðir í bak og fyrir. Hoy en la madrugada, en un solo operativo, trasladamos a los primeros 2,000 pandilleros al Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT).Esta será su nueva casa, donde vivirán por décadas, mezclados, sin poder hacerle más daño a la población.Seguimos #GuerraContraPandillas pic.twitter.com/9VvsUBvoHC— Nayib Bukele (@nayibbukele) February 24, 2023 Forsetinn segir að tvö þúsund fangar hafi verið fluttir í fangelsið fyrir dögun. Fangelsið sé það stærsta í Ameríkunum. „Þetta verður nýja húsið þeirra, þar sem þeir búa um áratugaskeið, blandaðir saman og geta ekki valdið almenningi frekara tjóni,“ tísti Bukele í gærmorgun. Fangelsið er kallað Miðstöð til að loka á hryðjuverk. Það stendur saman af átta byggingum. Hver þeirra er með þrjátíu og tvo klefa sem eru hundrað fermetrar að flatarmáli. Hver klefi á að hýsa fleiri en hundrað fanga. Aðeins eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. El Salvador Tengdar fréttir Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Öryggissveitir hafa smalað saman tugum þúsunda grunaðra félaga í glæpagengjum eftir að Bukele lýsti yfir neyðarástandi vegna morð- og ofbeldisöldu í landinu í mars í fyrra. Neyðarástandsyfirlýsingin hefur verið endurnýjuð ítrekað síðan, síðast í síðustu viku. Mannréttindasamtök hafa gangrýnt neyðarástandið og aðfarir lögreglu. Það fellir viss stjórnarskrárbundin réttindi úr gildi sem hefur gert lögreglu kleift að handataka menn án handtökuskipunar. Yfirvöld geta fylgst með fjarskiptum grunaðra manna og fangar eiga ekki rétt á að ræða við lögmann, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnrýnendur segja að saklaust fólk hafi verið handtekið og að tugir manna hafi látist í haldi lögreglu. Aðgerðirnar eru þrátt fyrir það almennt vinsælar á meðal almennings. Bukele birti myndir af fyrstu föngunum sem voru sendir í nýtt risafangelsi í Tecoluca. Á þeim sjást þeir hlekkjaðir og aðeins klæddir í síðar hvítar stuttbuxur. Þeir eru allir krúnurakaðir og húðflúraðir í bak og fyrir. Hoy en la madrugada, en un solo operativo, trasladamos a los primeros 2,000 pandilleros al Centro de Confinamiento del Terrorismo (CECOT).Esta será su nueva casa, donde vivirán por décadas, mezclados, sin poder hacerle más daño a la población.Seguimos #GuerraContraPandillas pic.twitter.com/9VvsUBvoHC— Nayib Bukele (@nayibbukele) February 24, 2023 Forsetinn segir að tvö þúsund fangar hafi verið fluttir í fangelsið fyrir dögun. Fangelsið sé það stærsta í Ameríkunum. „Þetta verður nýja húsið þeirra, þar sem þeir búa um áratugaskeið, blandaðir saman og geta ekki valdið almenningi frekara tjóni,“ tísti Bukele í gærmorgun. Fangelsið er kallað Miðstöð til að loka á hryðjuverk. Það stendur saman af átta byggingum. Hver þeirra er með þrjátíu og tvo klefa sem eru hundrað fermetrar að flatarmáli. Hver klefi á að hýsa fleiri en hundrað fanga. Aðeins eru tveir vaskar og tvö klósett í hverjum klefa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
El Salvador Tengdar fréttir Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44
Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. 28. apríl 2020 11:21