Með eða á móti Eflingu (og Sólveigu Önnu) Gylfi Þór Gíslason skrifar 25. febrúar 2023 14:01 Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun