Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 12:46 Kamila Valieva keppti á Ólympíuleikunum í fyrra. Vísir/Getty Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Málið sem um ræðir fjallar um hina ungu skautakonu Kamila Valieva sem greindist jákvæð á lyfjaprófi í desember árið 2019. Hún var sett í bann af rússneska lyfjaeftirlitinu (RUSADA) en eftir mótmæli starfsliðs Valieva var bannið dregið til baka og hún gat keppt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í janúar á þessu ári tók málið hins vegar nýja stefnu. Rússar viðurkenndu þá að Valieva hefði vissulega brotið lyfjareglur en að ekki ætti að refsa henni eða láta hana sæta ábyrgð. Þetta vakti athygli WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) sem tilkynnti málið til CAS (Alþjóðaíþróttadómstólsins). Og nú hafa Rússar gert slíkt hið sama, það er að tilkynna sjálfa sig til CAS. „Rússneska lyfjaeftirlitið hefur óskað eftir því að fyrri ákvörðun sín verði lögð til hliðar og CAS úrskurði að íþróttakonan hafi brotið gegn lyfjareglum og fái refsingu við hæfi,“ segir í tilkynningu frá CAS. Verðlaunaafhendingin ekki ennþá farið fram Þá segir einnig í yfirlýsingu CAS að Rússar vonist til að refsingin takmarkist við áminningu. WADA hefur hins vegar farið fram á að Valieva verði dæmd í fjögurra ára keppnisbann Alþjóðaskautasambandið vill hins vegar að mildari höndum verði farið um Valieva. Þeir vilja að hún verði dæmd í bann frá og með 25.desember 2021 sem er dagsetningin, sem hún var upphaflega dæmd í keppnisbann, og að öll úrslit hennar frá þeim degi verði dæmd ógild. Niðurstaðan mun hafa áhrif á niðurstöðu Ólympíuleikanna síðan í fyrra. Valieva var nefnilega hluti af rússneska hópnum sem vann gull í liðakeppni í Peking. Þegar lyfjamálið kom hins vegar fram í dagsljósið daginn eftir keppnina valdi Alþjóðaólympíunefndin að fresta verðlaunafhendingunni og hafa þau ekki enn verið afhent.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira