Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2023 13:21 Leikskólinn Akur er Hjallastefnuleikskóli í Innri-Njarðvík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Hótanirnar voru tilkynntar til lögreglu um klukkan tíu í morgun. Þá hafði starfsfólk í ráðhúsinu í Reykjanesbæ þegar tekið ákvörðun um að rýma húsið. Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi staðið til að rýma nein hús. Það hafi verið ákvörðun sem tekin var í ráðhúsinu sjálfu þegar hótunin barst og áður en hótunin var tilkynnt lögreglu. Á öðrum stöðum hafi ekki verið rýmt. „Þetta var stuttur og einfaldur tölvupóstur sem við metum mjög ótrúverðugan,“ segir Sölvi Rafn. Í tölvupósti til foreldra á leikskólanum Akri segir að í samráði við lögreglu hafi ekki verið talin ástæða til að rýma leikskólann. Leikskólinn sé í góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeini starfsfólki leikskólans í málinu. Þá var sprengjuhótun sömuleiðis send á leikskólann Holt í Innri-Njarðvík. Sambærileg hótun var send Hjallastefnuleikskólanum Völlum í tölvupósti samkvæmt tölvupósti sem foreldrar barna þar fengu frá stjórnendum hans. Sölvi Rafn segir í höndum rannsóknardeildar að reyna að rekja póstinn til að komast að því hver standi í því að vekja ótta meðal íbúa í Reykjanesbæ. Þótt hótunin sé metin hættulaus þá sé málið litið alvarlegum augum. Mikilvægt sé að tilkynna lögreglu um öll mál í þessum dúr. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjanesbær Lögreglumál Leikskólar Tengdar fréttir Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Hótanirnar voru tilkynntar til lögreglu um klukkan tíu í morgun. Þá hafði starfsfólk í ráðhúsinu í Reykjanesbæ þegar tekið ákvörðun um að rýma húsið. Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi staðið til að rýma nein hús. Það hafi verið ákvörðun sem tekin var í ráðhúsinu sjálfu þegar hótunin barst og áður en hótunin var tilkynnt lögreglu. Á öðrum stöðum hafi ekki verið rýmt. „Þetta var stuttur og einfaldur tölvupóstur sem við metum mjög ótrúverðugan,“ segir Sölvi Rafn. Í tölvupósti til foreldra á leikskólanum Akri segir að í samráði við lögreglu hafi ekki verið talin ástæða til að rýma leikskólann. Leikskólinn sé í góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeini starfsfólki leikskólans í málinu. Þá var sprengjuhótun sömuleiðis send á leikskólann Holt í Innri-Njarðvík. Sambærileg hótun var send Hjallastefnuleikskólanum Völlum í tölvupósti samkvæmt tölvupósti sem foreldrar barna þar fengu frá stjórnendum hans. Sölvi Rafn segir í höndum rannsóknardeildar að reyna að rekja póstinn til að komast að því hver standi í því að vekja ótta meðal íbúa í Reykjanesbæ. Þótt hótunin sé metin hættulaus þá sé málið litið alvarlegum augum. Mikilvægt sé að tilkynna lögreglu um öll mál í þessum dúr. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjanesbær Lögreglumál Leikskólar Tengdar fréttir Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22