Þetta er ekki eðlileg framkoma G.Andri Bergmann skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar