Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 23. febrúar 2023 19:32 Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi: Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi:
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28