Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 23. febrúar 2023 12:44 Sólveig Anna Jónsdóttir ávarpaði Eflingarmeðlimi á samstöðufundi í dag. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“