„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Ronaldo ósáttur. Rashford sést í bakgrunn en hann hefur verið magnaður eftir að sá fyrrnefndi fór. Stu Forster/Getty Images Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember. Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira