Katrín Tanja ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir nú fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsleikunum samkvæmt skráningu hennar hjá CrossFit samtökunum. Instagram/@katrintanja Fyrsta vika The Open er nú að baki og keppendur hafa skilað inn æfingum sínum úr 23.1 og um leið vitum við stöðu okkar fólks í þessum fyrsta hluta. Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira