Amanda Andradóttir kom íslenska liðinu í forystu eftir rétt tæplega tuttugu mínútna leik, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.
Í síðari hálfleik opnuðust þó allar flógáttir og Amanda skoraði annað mark sitt á 51. mínútu áður en Selma Sól Magnúsdóttir bætti þriðja marki liðsins við tuttugu mínútum síðar.
Hlín Eiríksdóttir skoraði svo fjórða mark liðsins þegar um tíu mínútur voru til leiksloka áður en Alexandra Jóhannsdóttir rak seinasta naglann í kistu Filippseyinga.
Lokatölur því 5-0 og Ísland fagnar sigri á Pinatar-mótinu. Ísland endar með sjö stig úr leikjunum þremur, Wales með fimm, Skotland fjögur og Filippseyjar án stiga.
🏆PINATAR CUP CHAMPIONS🏆#dottir pic.twitter.com/QaxXjeJm9V
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2023