„Látið líta út fyrir að maður sé með dauðagildru“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 19:29 Frá vettvangi brunans á föstudag. Pétur Örn Pétursson Eigandi áfangaheimilisins Betra líf, þar sem eldur kviknaði á föstudag, segir athugasemdir slökkviliðs um verulega annmarka á brunakerfi ekki eiga við nein rök að styðjast. Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu 8.febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir meðal annars í skýrslu sinni sem dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins sé verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunavarnakerfið hafi verið í góðu lagi Í skýrslunni segir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið óvirkt og sýnt bilun. Þessu hafnar Arnar Gunnar Hjálmtýsson, eigandi áfangaheimilisins í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í öryggismiðstöðina sem sér um brunaviðvörunarkerfið hjá okkur. Þetta brunaviðvörunarkerfi hefur farið í gang sextán sinnu má þessu ári. Það er það næmt að þegar einhver kveikir sér í sígarettu fer það í gang,“ segir Arnar Gunnar. Að sögn Arnars þurfi, þegar kerfið fari í gang, að ýta á takka til að endursetja kerfið. „Þeir hafa komið þarna eftir að kerfið hefur verið nýbúið að fara í gang þannig að það er ekki búið að ýta á takkann til að endursetja. Og þeir dæma allt brunavarnakerfið ónýtt, sem segir mér að þeir eru varla hæfir starfi sínu til úttekta, þessir einstaklingar hjá slökkviliðinu.“ Arnar Gunnar segist afar ósáttur við skýrsluna sem láti líti út fyrir að hann hafi ásetning til þess að búa til „dauðagildru út í bæ“. Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist sé við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Frétt Stöðvar 2: „Ég hef fengið staðfestingu á því að kerfið hafi verið fullkomlega virkt síðustu tvö ár. Að ljúga að því að kerfið virki ekki er bara mjög alvarlegur hlutur,“ segir Arnar Gunnar. Í skýrslu slökkviliðs segir að reykskynjarar hafi verið huldir með hönskum og límbandi. „Þessi reykskynjari er staðsettur í reykingarherberginu,“ segir Arnar Gunnar. „Það er ekki séns að hylja hann ekki, því þá væri kerfið alltaf í gangi. Það er ekki hægt að taka hann úr sambandi þar sem kerfið er raftengt og býður ekki upp á að einn skynjari sé tekinn úr sambandi. Öryggismiðstöðin segir að eina leiðin sé að hylja þegar aðstæður eru svona.“ Öll atriði haldlaus Húsnæðið að Vatnagörðum 18 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar og teikningin í gildi er frá árinu 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. „Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. „Ég tek við húsnæðinu í fyrra. Við sóttum um að þessu húsnæði yrði breytt úr skirfstofuhúsnæði í íbúahúsnæði, en þar sem fasteignagjöld á íbúahúsnæði eru mun ódýrari en á atvinnuhúsnæði, þá neitar borgin því og ber fyrir sig að þetta sé á svæði þar sem ekki sé hægt að breyta skrásetningu yfir í íbúahúsnæði. Þeir voru ekkert að setja út á að fólk myndi búa þarna ef eldvarnir væru í lagi.“ Annað atriði sem nefnt er í skýrslunni er að mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnum og öðrum munum. Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. „Ég vísa því líka bara til föðurhúsanna. Það er farið með ruslið þarna þrisvar í viku. Þeir koma þarna þegar ruslapokarnir standa þarna en það er alltaf bara tímabundið,“ segir Arnar Gunnar. Þannig þú vilt meina að öll atriði sem eru nefnd í skýrslunni séu haldlaus? „Algjörlega. Fáranlegt að svona stofnun fari að rjúka með svona pappíra í fjölmiðla án þess að bera það undir mig,“ segir Arnar Gunnar að lokum. Reykjavík Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu 8.febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir meðal annars í skýrslu sinni sem dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins sé verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunavarnakerfið hafi verið í góðu lagi Í skýrslunni segir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið óvirkt og sýnt bilun. Þessu hafnar Arnar Gunnar Hjálmtýsson, eigandi áfangaheimilisins í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í öryggismiðstöðina sem sér um brunaviðvörunarkerfið hjá okkur. Þetta brunaviðvörunarkerfi hefur farið í gang sextán sinnu má þessu ári. Það er það næmt að þegar einhver kveikir sér í sígarettu fer það í gang,“ segir Arnar Gunnar. Að sögn Arnars þurfi, þegar kerfið fari í gang, að ýta á takka til að endursetja kerfið. „Þeir hafa komið þarna eftir að kerfið hefur verið nýbúið að fara í gang þannig að það er ekki búið að ýta á takkann til að endursetja. Og þeir dæma allt brunavarnakerfið ónýtt, sem segir mér að þeir eru varla hæfir starfi sínu til úttekta, þessir einstaklingar hjá slökkviliðinu.“ Arnar Gunnar segist afar ósáttur við skýrsluna sem láti líti út fyrir að hann hafi ásetning til þess að búa til „dauðagildru út í bæ“. Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist sé við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Frétt Stöðvar 2: „Ég hef fengið staðfestingu á því að kerfið hafi verið fullkomlega virkt síðustu tvö ár. Að ljúga að því að kerfið virki ekki er bara mjög alvarlegur hlutur,“ segir Arnar Gunnar. Í skýrslu slökkviliðs segir að reykskynjarar hafi verið huldir með hönskum og límbandi. „Þessi reykskynjari er staðsettur í reykingarherberginu,“ segir Arnar Gunnar. „Það er ekki séns að hylja hann ekki, því þá væri kerfið alltaf í gangi. Það er ekki hægt að taka hann úr sambandi þar sem kerfið er raftengt og býður ekki upp á að einn skynjari sé tekinn úr sambandi. Öryggismiðstöðin segir að eina leiðin sé að hylja þegar aðstæður eru svona.“ Öll atriði haldlaus Húsnæðið að Vatnagörðum 18 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar og teikningin í gildi er frá árinu 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. „Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. „Ég tek við húsnæðinu í fyrra. Við sóttum um að þessu húsnæði yrði breytt úr skirfstofuhúsnæði í íbúahúsnæði, en þar sem fasteignagjöld á íbúahúsnæði eru mun ódýrari en á atvinnuhúsnæði, þá neitar borgin því og ber fyrir sig að þetta sé á svæði þar sem ekki sé hægt að breyta skrásetningu yfir í íbúahúsnæði. Þeir voru ekkert að setja út á að fólk myndi búa þarna ef eldvarnir væru í lagi.“ Annað atriði sem nefnt er í skýrslunni er að mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnum og öðrum munum. Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. „Ég vísa því líka bara til föðurhúsanna. Það er farið með ruslið þarna þrisvar í viku. Þeir koma þarna þegar ruslapokarnir standa þarna en það er alltaf bara tímabundið,“ segir Arnar Gunnar. Þannig þú vilt meina að öll atriði sem eru nefnd í skýrslunni séu haldlaus? „Algjörlega. Fáranlegt að svona stofnun fari að rjúka með svona pappíra í fjölmiðla án þess að bera það undir mig,“ segir Arnar Gunnar að lokum.
Reykjavík Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira