„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 18:12 Guðmundur Þórður Guðmundsson heldur ekki áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandði muni taka sér góðan tíma í að finna eftirmann hans. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti