„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 18:12 Guðmundur Þórður Guðmundsson heldur ekki áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandði muni taka sér góðan tíma í að finna eftirmann hans. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira