Alvarlegt brot á lögum um brunavarnir í Vatnagörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 11:40 Frá vettvangi brunans á föstudag. Pétur Örn Pétursson Verulegir annmarkar voru á brunavörnum í húsnæðinu að Vatnagörðum 18, þar sem eldur kviknaði á föstudag, samkvæmt úttekt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í vikunni fyrir brunann. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir sé að ræða og varað er við lokun húsnæðisins. Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu áttunda febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir í skýrslu sinni, sem fréttastofa hefur undir höndum og dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að húsnæðið sé ekki hannað fyrir starfsemi áfangaheimilis. Þá sé brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunahólfun í ólagi og íkveikjuhætta af rusli Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. Fjöldi ágalla á brunavörnum er talinn upp í skýrslunni, meðal annars að brunahólfun herbergja hafi ekki verið í lagi, brunaviðvörunarkerfi óvirkt og sýndi bilun, reykskynjarar huldir með hönskum og límbandi, flóttaleiðir ekki í lagi og húsnæði ekki í samræmi við teikningar. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir og byggingarreglugerð sé að ræða og slökkvistjóri varar við lokun húsnæðisins. „Húsnæðið er ekki í samræmi við samþykktar teikningar sbr. reglugerð 112/2012. Teikning í gildi er frá 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. Til að komast hjá lokun þurfi að fá húsnæðið samþykkt af byggingafulltrúa til þeirra nota sem fyrirhuguð er. Þá þurfi að fá öryggis- og/eða lokaúttektarvottorð byggingarfulltrúa áður en húsnæðið verður tekið í notkun á ný. Þá er þess getið að húsnæðið sé ekki í samræmi við teikningar. Viðvörun um lokun afhent í gær Þá er ferill málsins einnig rakinn en í byrjun janúar barst slökkviliði ábending í síma um að í húsnæðinu væri búseta og fíkniefnaneysla. Um mánuði síðar, í byrjun febrúar, óskaði lögregla eftir því að slökkvilið færi í skoðun á staðinn vegna fjölda útkalla og gruns um lélegar brunavarnir. Fundað var um fyrirhugaða lokun 14. febrúar en eldur kviknaði svo þremur dögum síðar, þann 17. Viðvörun um lokun var afhent eiganda í gær, 20. febrúar. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20. febrúar 2023 21:00 Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20. febrúar 2023 12:12 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu áttunda febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir í skýrslu sinni, sem fréttastofa hefur undir höndum og dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að húsnæðið sé ekki hannað fyrir starfsemi áfangaheimilis. Þá sé brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunahólfun í ólagi og íkveikjuhætta af rusli Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. Fjöldi ágalla á brunavörnum er talinn upp í skýrslunni, meðal annars að brunahólfun herbergja hafi ekki verið í lagi, brunaviðvörunarkerfi óvirkt og sýndi bilun, reykskynjarar huldir með hönskum og límbandi, flóttaleiðir ekki í lagi og húsnæði ekki í samræmi við teikningar. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir og byggingarreglugerð sé að ræða og slökkvistjóri varar við lokun húsnæðisins. „Húsnæðið er ekki í samræmi við samþykktar teikningar sbr. reglugerð 112/2012. Teikning í gildi er frá 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. Til að komast hjá lokun þurfi að fá húsnæðið samþykkt af byggingafulltrúa til þeirra nota sem fyrirhuguð er. Þá þurfi að fá öryggis- og/eða lokaúttektarvottorð byggingarfulltrúa áður en húsnæðið verður tekið í notkun á ný. Þá er þess getið að húsnæðið sé ekki í samræmi við teikningar. Viðvörun um lokun afhent í gær Þá er ferill málsins einnig rakinn en í byrjun janúar barst slökkviliði ábending í síma um að í húsnæðinu væri búseta og fíkniefnaneysla. Um mánuði síðar, í byrjun febrúar, óskaði lögregla eftir því að slökkvilið færi í skoðun á staðinn vegna fjölda útkalla og gruns um lélegar brunavarnir. Fundað var um fyrirhugaða lokun 14. febrúar en eldur kviknaði svo þremur dögum síðar, þann 17. Viðvörun um lokun var afhent eiganda í gær, 20. febrúar.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20. febrúar 2023 21:00 Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20. febrúar 2023 12:12 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. 20. febrúar 2023 21:00
Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. 20. febrúar 2023 12:12
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17