George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 10:32 George Santos segist sjá mest eftir því að hafa logið til um námsferil sinn. EPA/Michael Reynolds Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. Fjallað hefur verið ítarlega hér á Vísi um lygar bandaríska þingmannsins George Santos. Hann situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki og tók sæti þar nú um áramótin. Meðal þess sem hann hefur logið til um er ferilskrá hans, námsferill hans, uppruni hans og dauðdagi móður hans. Hann er grunaður um að hafa brotið kosningalög með því að fela uppruna fjármuna í kosningasjóð sínum og þá er hann til rannsóknar í Brasilíu vegna fjársvikamáls. Santos var gestur Piers Morgan í þætti þess síðarnefnda, Piers Morgan Uncensored, í gær. Þar ræddu þeir lygar þingmannsins og gaf hann smá innsýn í hvers vegna hann laug svo mikið. Hann segist ekki hafa logið til þess að gabba kjósendur í New York heldur hafi hann viljað ganga í augun á stórum nöfnum innan flokksins. Hann hafi sagt hlutina undir pressu. Hans stærsta eftirsjá er að hafa logið til um háskólamenntun sína. Hann hefur sagst hafa útskrifast úr Baruch-háskólanum í New York en á sama tíma og hann átti að hafa verið í námi þar var hann sakaður um að hafa stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Santos viðurkenndi þjófnaðinn og sagðist hafa notað heftið til þess að kaupa sér hluti eins og skó. „Ég ákvað að mig langaði að fara í framboð og þrátt fyrir að ég væri með ágætis starfsferil að baki þá var ég ekki með þennan hluta,“ sagði Santos í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Santos bauð sig einnig fram til þingsins árið 2020 en tapaði kosningunni þá. Þá laug hann einnig til um margt á ferilskrá sinni og sagði í þættinum að hann hafi komist upp með það þá. Hann hefur áður haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið vegna árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar lést móðir hans ekki fyrr en árið 2016. Hún lést úr krabbameini og vill Santos meina að eiturefni vegna árásarinnar hafi gert hana veika. Þannig hafi hann ekki verið að ljúga þegar hann sagði að hún hafi látist vegna árásarinnar. Morgan bað Santos um að viðurkenna að hann væri hræðilegur lygari sem þingmaðurinn gerði. „Ég hef verið hræðilegur lygari þegar kemur að þessum málum,“ sagði Santos. Beðinn um afsökunarbeiðni sagðist Santos áður hafa horft í myndavél og beðist afsökunar. „Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið, að biðjast fyrirgefningar,“ sagði Santos. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega hér á Vísi um lygar bandaríska þingmannsins George Santos. Hann situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki og tók sæti þar nú um áramótin. Meðal þess sem hann hefur logið til um er ferilskrá hans, námsferill hans, uppruni hans og dauðdagi móður hans. Hann er grunaður um að hafa brotið kosningalög með því að fela uppruna fjármuna í kosningasjóð sínum og þá er hann til rannsóknar í Brasilíu vegna fjársvikamáls. Santos var gestur Piers Morgan í þætti þess síðarnefnda, Piers Morgan Uncensored, í gær. Þar ræddu þeir lygar þingmannsins og gaf hann smá innsýn í hvers vegna hann laug svo mikið. Hann segist ekki hafa logið til þess að gabba kjósendur í New York heldur hafi hann viljað ganga í augun á stórum nöfnum innan flokksins. Hann hafi sagt hlutina undir pressu. Hans stærsta eftirsjá er að hafa logið til um háskólamenntun sína. Hann hefur sagst hafa útskrifast úr Baruch-háskólanum í New York en á sama tíma og hann átti að hafa verið í námi þar var hann sakaður um að hafa stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Santos viðurkenndi þjófnaðinn og sagðist hafa notað heftið til þess að kaupa sér hluti eins og skó. „Ég ákvað að mig langaði að fara í framboð og þrátt fyrir að ég væri með ágætis starfsferil að baki þá var ég ekki með þennan hluta,“ sagði Santos í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Santos bauð sig einnig fram til þingsins árið 2020 en tapaði kosningunni þá. Þá laug hann einnig til um margt á ferilskrá sinni og sagði í þættinum að hann hafi komist upp með það þá. Hann hefur áður haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið vegna árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar lést móðir hans ekki fyrr en árið 2016. Hún lést úr krabbameini og vill Santos meina að eiturefni vegna árásarinnar hafi gert hana veika. Þannig hafi hann ekki verið að ljúga þegar hann sagði að hún hafi látist vegna árásarinnar. Morgan bað Santos um að viðurkenna að hann væri hræðilegur lygari sem þingmaðurinn gerði. „Ég hef verið hræðilegur lygari þegar kemur að þessum málum,“ sagði Santos. Beðinn um afsökunarbeiðni sagðist Santos áður hafa horft í myndavél og beðist afsökunar. „Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið, að biðjast fyrirgefningar,“ sagði Santos.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10
Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51