Sá besti vill fleiri titla: „Á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 15:16 Róbert Aron Hostert stefnir á enn fleiri titla en þarf fyrst að jafna sig af erfiðum meiðslum. vísir/Ívar Fannar „Það er bara heiður að vera yfir höfuð á þessum lista með þessum mögnuðu leikmönnum,“ segir Róbert Aron Hostert eftir að hafa verið valinn besti leikmaður efstu deildar í handbolta á 21. öldinni. Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01
Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01