Sá besti vill fleiri titla: „Á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 15:16 Róbert Aron Hostert stefnir á enn fleiri titla en þarf fyrst að jafna sig af erfiðum meiðslum. vísir/Ívar Fannar „Það er bara heiður að vera yfir höfuð á þessum lista með þessum mögnuðu leikmönnum,“ segir Róbert Aron Hostert eftir að hafa verið valinn besti leikmaður efstu deildar í handbolta á 21. öldinni. Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01
Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01