Sá besti vill fleiri titla: „Á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 15:16 Róbert Aron Hostert stefnir á enn fleiri titla en þarf fyrst að jafna sig af erfiðum meiðslum. vísir/Ívar Fannar „Það er bara heiður að vera yfir höfuð á þessum lista með þessum mögnuðu leikmönnum,“ segir Róbert Aron Hostert eftir að hafa verið valinn besti leikmaður efstu deildar í handbolta á 21. öldinni. Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Sjá meira
Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Sjá meira
Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01
Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01