Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:12 Mikinn reyk lagði frá Vatnagörðum á föstudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17