Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 10:36 Þrátt fyrir að Ólöf Helga Adolfsdóttir eigi sæti í samninganefnd Eflingar hefur henni verið haldið fyrir utan ákvarðanir hennar. Hún og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10