Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 09:40 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð. Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð.
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent