Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 09:40 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð. Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð.
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59