Hrefna Sætran sigraði á nýliðamóti í kraftlyftingum: „Vissi að þetta myndi henta mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 07:00 Meistarakokkurinn Hrefna Sætran gerir ýmislegt annað en að hræra í pottunum. Hún sigraði á dögunum á nýliðamóti í kraftlyftingum þar sem hún lyfti hvorki meira né minna en 270 kílóum. „Ég byrjaði fyrir tveimur árum og ég vissi einhvernvegin að ég myndi hafa mjög gaman af þessu,“ sagði Hrefna þegar Guðjón Guðmundsson, Gaupi, náði tali af henni á veitingastað hennar í gær. „Ég er náttúrulega kannski vaxin fyrir kraftlyftingar. Ég er lítil eins og margir eru í þessu sporti þannig ég vissi að þetta myndi henta mér. Mér finnst gaman að lyfta svona þungu.“ Hrefna segir að hún hafi fundið sig í íþróttinni um leið og hún byrjaði. „Algjörlega. Ég ætlaði að byrja fyrir löngu en ég var búinn að bíða með það af því að ég vissi að maður þyrfti að eyða svolítið miklum tíma með þetta. Þannig ég vildi bíða þangað til ég hefði tíma fyrir það og valdi bara þennan tíma fyrir tveimur árum.“ „Ég æfi þrisvar í viku og það skiptir svo miklu máli í þessu hvíldin á milli. Þannig að það er bara nóg fyrir mig að æfa þrisvar í viku.“ Þá virtist Hrefna vera bara nokkuð sátt við árangurinn á sínu fyrsta móti og telur 270 kíló vera ágætis byrjunarpunkt. „Já, þetta er ágætt á byrjendamóti. Held ég,“ sagði Hrefna og hló. Setur lyftingarnar í forgang fyrir sjálfa sig Hrefna segir einnig að æfingarnar hjálpi ekki bara með styrk, heldur hjálpi þær líkamsstöðunni og geri henni gott þegar hún þarf að burðast með þunga potta og pönnur í vinnunni. „Mjög. Kraftlyftingarnar gefa manni styrk og vöðva sem hjálpa manni bara að labba betur í lífinu og vera beinn í bakinu. Þannig þetta passar mjög vel saman.“ Eins og flestir vita er Hrefna löngu búin að stimpla sig inn sem einn besti kokkur landsins og hún á og rekur veitingastaðina Fisk- og Grillmarkaðinn. Ásamt því heldur hún heimili og því vildi Gaupi fá að vita hvort hún hafi nægan tíma í þetta allt saman. „Fólk spyr mig einmitt oft út í það með þessar æfingar, en ég vil bara gera þetta þannig ég reyni að setja það í svona smá forgang fyrir mig. Maður hefur ekki alltaf gert það í lífinu og mér finnst það mikilvægt.“ Klippa: Kraftlyftingakonan Hrefna Sætran Byrjuð að undirbúa næsta mót Þá segist Hrefna ætla að halda áfram í íþróttinni og að hún sé nú þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta mót. „Klárlega. Ég er byrjuð að æfa fyrir næsta mót sem er í nóvember og ég er búin að setja mér persónuleg markmið.“ „Það er kannski smá pressa að vera að segja það opinberlega. En ég hugsa að ég ætli að létta mig um eitt kíló og þá fer ég niður um flokk og svo ætla ég að ná 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 í réttstöðulyftu.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi ekki endilega verið að hugsa allt of vel út í mataræðið, en þó sé hún búin að gera nokkrar breytingar. „Ég hef ekki mikið verið að hugsa út í það, en ég reyni að borða svolítið vel af próteini til að fá meiri vöðva. Það náttúrulega gerist ekki að sjálfu sér eins og fólk heldur oft þegar maður er að lyfta þungt. Maður fær ekki ósjálfrátt meiri vöðva og maður þarf að vinna vel í því.“ Að lokum nefnir Hrefna einnig alla æfingafélagana sína og þá vini sem hún hefur eignast í gegnum lyftingarnar. „Ég er búin að eignast fullt af bnýjum vinum sem er mjög skemmtilegt. Þetta er fólk á öllum aldri og allir með sameiginlegt áhugamál þannig þetta er alveg frábært,“ sagði Hrefna að lokum. Vísir/Stöð 2 Lyftingar Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
„Ég byrjaði fyrir tveimur árum og ég vissi einhvernvegin að ég myndi hafa mjög gaman af þessu,“ sagði Hrefna þegar Guðjón Guðmundsson, Gaupi, náði tali af henni á veitingastað hennar í gær. „Ég er náttúrulega kannski vaxin fyrir kraftlyftingar. Ég er lítil eins og margir eru í þessu sporti þannig ég vissi að þetta myndi henta mér. Mér finnst gaman að lyfta svona þungu.“ Hrefna segir að hún hafi fundið sig í íþróttinni um leið og hún byrjaði. „Algjörlega. Ég ætlaði að byrja fyrir löngu en ég var búinn að bíða með það af því að ég vissi að maður þyrfti að eyða svolítið miklum tíma með þetta. Þannig ég vildi bíða þangað til ég hefði tíma fyrir það og valdi bara þennan tíma fyrir tveimur árum.“ „Ég æfi þrisvar í viku og það skiptir svo miklu máli í þessu hvíldin á milli. Þannig að það er bara nóg fyrir mig að æfa þrisvar í viku.“ Þá virtist Hrefna vera bara nokkuð sátt við árangurinn á sínu fyrsta móti og telur 270 kíló vera ágætis byrjunarpunkt. „Já, þetta er ágætt á byrjendamóti. Held ég,“ sagði Hrefna og hló. Setur lyftingarnar í forgang fyrir sjálfa sig Hrefna segir einnig að æfingarnar hjálpi ekki bara með styrk, heldur hjálpi þær líkamsstöðunni og geri henni gott þegar hún þarf að burðast með þunga potta og pönnur í vinnunni. „Mjög. Kraftlyftingarnar gefa manni styrk og vöðva sem hjálpa manni bara að labba betur í lífinu og vera beinn í bakinu. Þannig þetta passar mjög vel saman.“ Eins og flestir vita er Hrefna löngu búin að stimpla sig inn sem einn besti kokkur landsins og hún á og rekur veitingastaðina Fisk- og Grillmarkaðinn. Ásamt því heldur hún heimili og því vildi Gaupi fá að vita hvort hún hafi nægan tíma í þetta allt saman. „Fólk spyr mig einmitt oft út í það með þessar æfingar, en ég vil bara gera þetta þannig ég reyni að setja það í svona smá forgang fyrir mig. Maður hefur ekki alltaf gert það í lífinu og mér finnst það mikilvægt.“ Klippa: Kraftlyftingakonan Hrefna Sætran Byrjuð að undirbúa næsta mót Þá segist Hrefna ætla að halda áfram í íþróttinni og að hún sé nú þegar farin að undirbúa sig fyrir næsta mót. „Klárlega. Ég er byrjuð að æfa fyrir næsta mót sem er í nóvember og ég er búin að setja mér persónuleg markmið.“ „Það er kannski smá pressa að vera að segja það opinberlega. En ég hugsa að ég ætli að létta mig um eitt kíló og þá fer ég niður um flokk og svo ætla ég að ná 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 í réttstöðulyftu.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi ekki endilega verið að hugsa allt of vel út í mataræðið, en þó sé hún búin að gera nokkrar breytingar. „Ég hef ekki mikið verið að hugsa út í það, en ég reyni að borða svolítið vel af próteini til að fá meiri vöðva. Það náttúrulega gerist ekki að sjálfu sér eins og fólk heldur oft þegar maður er að lyfta þungt. Maður fær ekki ósjálfrátt meiri vöðva og maður þarf að vinna vel í því.“ Að lokum nefnir Hrefna einnig alla æfingafélagana sína og þá vini sem hún hefur eignast í gegnum lyftingarnar. „Ég er búin að eignast fullt af bnýjum vinum sem er mjög skemmtilegt. Þetta er fólk á öllum aldri og allir með sameiginlegt áhugamál þannig þetta er alveg frábært,“ sagði Hrefna að lokum. Vísir/Stöð 2
Lyftingar Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn