Sólveig Anna segir aðgerðir Eflingar hafa skilað árangri Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2023 11:57 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinigar segir aðgerðir félagsins ásamt öðru hafa skilað þeim árangri að nú fyrst væru alvöru samningavðræður að hefjast. Vísir/Vilhelm Forystufólk Eflingar og Samtaka atvinnulífsins kom nokkuð jákvætt til leiks hjá ríkissáttasemjara í morgun í upphafi þriggja daga samningalotu í skjóli frá verkfallsaðgerðum og vona að þessir dagar dugi til að komast langt. Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins hafa skilað árangri. Samkomulag tókst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi milli deiluaðila um að verkföllum yrði frestað þá þegar til miðnættis á sunnudag og um grundvöll að viðræðum um kjarasamning. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að viðræðurnar færu fram án ágangs frá fjölmiðlum á fundartíma. Ástráður Halraldsson héraðsdómari var skipaður sérstaklega í embætti sáttasemjara í deilunni og tókst að leiða deiluaðila saman á tveimur dögum.Stöð 2/Sigurjón „Mín tillaga verður sú að við reynum að vinna sæmilega þéttan dag í dag en þó ekki allt of langan. Þannig að við höfum kraft í að byrja á svipuðum tíma á morgun og vinna annan þéttan dag. Ásunnudaginn geri ég ráð fyrir að við reynum að halda áfram þar til tímann þrýtur.“ Hann voni að þessir þrír dagar dugi til. Þjóðin fylgist auðvitað með og þótt þú sért að loka okkur úti munum við fá skýrslur í lok dags? „Já, við höfum það bara þannig að ég legg til að við hittumst hérna um það leyti sem við hættum í dag. Þá gefum við einhvern smá rapport um hvernig gengur. Annars reynum við að láta hvor annan í friði,“ sagði Ástráður Haraldsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með litla ferðatösku á hjólum til sáttasemjara rétt fyrir klukkan tíu. Ég sé þú kemur vel nestuð áfundinn? „Já, hér er kaka fyrir samninganefndina. Aðallega er þetta tölvan mín og svoleiðis dót.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með köku fyrir samninganefndina í farteskinu fyrir samninganefnd sína.Stöð 2/Sigurjón Fórstu sem sagt heim í gærkvöldi og bakaðir fyrir samninganefndina? „Nei, ég ætla ekki að ljúga því,“ sagði Sólveig Anna létt í bragði. En samningafólk hennar mætti lausnarmiðað og samningsfúst til þessara að minnsta kosti þriggja daga viðræðna. Vonandi næðist aðundirrita kjarasamning áður en þessi tími rynni út. Sólveig Anna hefur sagt við sitt fólk og fjölmiðla að aðgerðir skili Eflingu árangri. „Augljóslega. Það hefur náttúrlega ýmislegt gerst. Við í samninganefndinni höfum auðvitað sýnt mikla staðfestu og samstöðu. Svo lagði eflinigarfólk auðvitað niður störf. Með því ásamt nokkrum öðrum hlutum gerðist það að við komumst hingað inn til að eiga raunverulegar samningsviðræður sem er það sem Efling vildi alltaf fá að gera,“ sagði Sólveig Anna rétt fyrir upphaf fundar í morgun. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins sagðist vel stemmdur í upphafi þessarar samningalotu og samninganefnd hans ætlaði að setja allan kraft sem hún hefði í viðræðurnar. Það hjálpaði til að verkföllum hefði verið frestað. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að hlé á verföllum leiði til árangurs í viðræðunum.Vísir/Vilhelm „Þannig að nú getum við einhent okkur í þetta verkefni. Án þess að vera með hugann við annað á meðan. Við höfum alltaf einlægan vilja til að násamningi. Að öðru leyti ætla ég að láta sáttasemjara um að stýra þeirri för sem framundan er og ræða við hann um það.“ Þetta er friður til miðnættis á sunnudag. Ertu að vona að þið komist að minnsta kosti mjög vel áleiðis á þeim tíma? „Að minnsta kosti ef við værum ekki að hittast í þessa þrjá daga, þá kæmumst við ekkert áleiðis,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina. 17. febrúar 2023 10:13 Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. 16. febrúar 2023 22:16 Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. 16. febrúar 2023 22:02 Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Samkomulag tókst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi milli deiluaðila um að verkföllum yrði frestað þá þegar til miðnættis á sunnudag og um grundvöll að viðræðum um kjarasamning. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að viðræðurnar færu fram án ágangs frá fjölmiðlum á fundartíma. Ástráður Halraldsson héraðsdómari var skipaður sérstaklega í embætti sáttasemjara í deilunni og tókst að leiða deiluaðila saman á tveimur dögum.Stöð 2/Sigurjón „Mín tillaga verður sú að við reynum að vinna sæmilega þéttan dag í dag en þó ekki allt of langan. Þannig að við höfum kraft í að byrja á svipuðum tíma á morgun og vinna annan þéttan dag. Ásunnudaginn geri ég ráð fyrir að við reynum að halda áfram þar til tímann þrýtur.“ Hann voni að þessir þrír dagar dugi til. Þjóðin fylgist auðvitað með og þótt þú sért að loka okkur úti munum við fá skýrslur í lok dags? „Já, við höfum það bara þannig að ég legg til að við hittumst hérna um það leyti sem við hættum í dag. Þá gefum við einhvern smá rapport um hvernig gengur. Annars reynum við að láta hvor annan í friði,“ sagði Ástráður Haraldsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með litla ferðatösku á hjólum til sáttasemjara rétt fyrir klukkan tíu. Ég sé þú kemur vel nestuð áfundinn? „Já, hér er kaka fyrir samninganefndina. Aðallega er þetta tölvan mín og svoleiðis dót.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með köku fyrir samninganefndina í farteskinu fyrir samninganefnd sína.Stöð 2/Sigurjón Fórstu sem sagt heim í gærkvöldi og bakaðir fyrir samninganefndina? „Nei, ég ætla ekki að ljúga því,“ sagði Sólveig Anna létt í bragði. En samningafólk hennar mætti lausnarmiðað og samningsfúst til þessara að minnsta kosti þriggja daga viðræðna. Vonandi næðist aðundirrita kjarasamning áður en þessi tími rynni út. Sólveig Anna hefur sagt við sitt fólk og fjölmiðla að aðgerðir skili Eflingu árangri. „Augljóslega. Það hefur náttúrlega ýmislegt gerst. Við í samninganefndinni höfum auðvitað sýnt mikla staðfestu og samstöðu. Svo lagði eflinigarfólk auðvitað niður störf. Með því ásamt nokkrum öðrum hlutum gerðist það að við komumst hingað inn til að eiga raunverulegar samningsviðræður sem er það sem Efling vildi alltaf fá að gera,“ sagði Sólveig Anna rétt fyrir upphaf fundar í morgun. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins sagðist vel stemmdur í upphafi þessarar samningalotu og samninganefnd hans ætlaði að setja allan kraft sem hún hefði í viðræðurnar. Það hjálpaði til að verkföllum hefði verið frestað. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að hlé á verföllum leiði til árangurs í viðræðunum.Vísir/Vilhelm „Þannig að nú getum við einhent okkur í þetta verkefni. Án þess að vera með hugann við annað á meðan. Við höfum alltaf einlægan vilja til að násamningi. Að öðru leyti ætla ég að láta sáttasemjara um að stýra þeirri för sem framundan er og ræða við hann um það.“ Þetta er friður til miðnættis á sunnudag. Ertu að vona að þið komist að minnsta kosti mjög vel áleiðis á þeim tíma? „Að minnsta kosti ef við værum ekki að hittast í þessa þrjá daga, þá kæmumst við ekkert áleiðis,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina. 17. febrúar 2023 10:13 Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. 16. febrúar 2023 22:16 Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. 16. febrúar 2023 22:02 Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina. 17. febrúar 2023 10:13
Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. 16. febrúar 2023 22:16
Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. 16. febrúar 2023 22:02
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04