Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 11:26 Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn í husinu við Vatnagarða 18 hafi verið bundinn við tvö herbergi. Mikið tjón sé þá einnig vegna sóts og reyks. Vísir/Vilhelm Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47