Ragnar Eldur Lindason, íbúi í húsinu, segir að kviknað hafi eldur í herbergi á áfangaheimilinu Betra líf sem er úrræði fyrir fólk sem glímir við fíkniefnavanda. Þá búi nokkur fjöldi flóttafólks í húsinu.
Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu berst við eldinn. Slökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að þrjátíu manns hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp.
Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.