Sport

Setur sig í fyrsta sæti og hættir við að keppa í CrossFit á þessu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haley Adams var líkleg til berjast um heimsmeistaratitilinn í ár en ekkert verður af því.
Haley Adams var líkleg til berjast um heimsmeistaratitilinn í ár en ekkert verður af því. Instagram/@haleyadamssss

Ein af konunum sem sumir sáu fyrir sér berjast um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í fjarveru Tiu-Clair Toomey, gaf út óvænta tilkynningu rétt áður opni hlutinn fór af stað í gær.

Haley Adams sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún ætli ekki að keppa í CrossFit á árinu 2023.

Adams er 22 ára gömul en hefur þegar keppt á fjórum heimsleikum. Hún varð í níunda sæti á þeim síðustu en endaði í fimmta sæti (2021), fjórða sæti (2020) og sjötta sæti (2019) á hinum þremur.

Haley Adams varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára árið áður en hún mætti í keppni þeirra fullorðinna aðeins átján ára gömul.

Adams sagði frá glímu sinni við andleg veikindi og að hún hafi líka gengið í gegnum átröskun.

Haley staðfesti jafnframt að hún ætli sér að keppa aftur á næsta keppnistímabili.

„Ég byrjaði í CrossFit þegar ég var fjórtán ára gömul. Það er kominn tími á að segja mig í fyrsta sætið og því mun ég ekki keppa á þessu tímabili,“ skrifaði Haley Adams.

„Ég mun nota þennan tíma til að vinna í sjálfri mér, bæði í andlega og líkamlega hlutanum þannig að ég hætti að halda aftur af mér. Þetta er ekki bara nýr kafli heldur nú bók. Endurkoman árið 2023 verður risastór,“ skrifaði Adams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×