Nunnan sem liggur á bæn um að Messi komi aftur heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 12:30 Lionel Messi þykir ekki líklegur til að spila áfram með Paris Saint Germain liðinu og marga í Barcelona dreymir um að fá hann aftur heim. Getty/Marc Atkins Lionel Messi á sér marga aðdáendur í Barcelona eftir magnaðan tíma þar en ein af þeim frægustu er nunnan Systir Lucia. Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins. Spænski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins.
Spænski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira