Nunnan sem liggur á bæn um að Messi komi aftur heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 12:30 Lionel Messi þykir ekki líklegur til að spila áfram með Paris Saint Germain liðinu og marga í Barcelona dreymir um að fá hann aftur heim. Getty/Marc Atkins Lionel Messi á sér marga aðdáendur í Barcelona eftir magnaðan tíma þar en ein af þeim frægustu er nunnan Systir Lucia. Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins. Spænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins.
Spænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira