Rannsaka greiðslur Barcelona til varaformanns dómaranefndar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Spænska stórveldið Barcelona er sagt hafa greitt fyrirtæki í eigu fyrrverandi varaformanni spænsku dómaranefndarinnar háar fjárhæðir á síðustu árum. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Saksóknarar á Spáni rannsaka nú greiðslur sem spænska stórveldið Barcelona greiddi fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira á árunum 2016 til 2018. Negreira var þá varaformaður spænsku dómaranefndarinnar, CTA. Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum. Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum.
Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira