Úr varð stórskemmtileg keppni þar sem styrkleikar þeirra félaga lágu á sitthvorum enda keppninnar. Annar er öflugri golfari á meðan hinn á auðveldara með að svolgra í sig bjór og vængjum.
Þá þurfti Henry Birgir Gunnarsson, dómari keppninnar og sérfræðingur Lokasóknarinnar, að stíga inn þegar Rikki var illa leikinn af krampa í miðri keppni.
Sjón er sögu ríkari og stórskemmtilega keppnina má sjá í spilaranum að neðan.