Hverju miðla miðlunartillögur? Halldór Auður Svansson skrifar 16. febrúar 2023 11:01 Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun