Olla og Sveindís deila nú metinu yfir bestu byrjun landsliðskonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 14:00 Knattspyrnusamband Íslands fagnaði marki Ollu á samfélagsmiðlum. Twitter/@footballiceland Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með íslenska A-landsliðinu í gær og jafnaði þar með rúmlega tveggja ára gamalt met. Hún varð aðeins önnur knattspyrnukonan sem nær að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta leik fyrir kvennalandsliðið. Sveindís Jane Jónsdóttir setti metið á Laugardalsvelli 17. september þegar hún skoraði tvívegis á fyrstu 32 mínútunum í 9-0 sigri á Lettlandi. Ólöf Sigríður, eða Olla eins og hún er kölluð, varð tólfti leikmaður A-landsliðs kvenna til að skora í sínum fyrsta landsleik. ær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Ólöf og Sveindís Jane eru tvær af sjö sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís, Ásta, Olga Færseth, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig og Sólveig skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 25. mínútu. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Sandra María Jessen og Dagný Rún Pétursdóttir skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Knattspyrnukonur sem hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik: 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) 2 MÖRK 10. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen - 2022 á móti Eistlandi (2-0 sigur) 11. Dagný Rún Pétursdóttir - 2022 á móti Eistlandi (2-0 sigur) 12. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 2023 á móti Skotlandi (2-0 sigur) 2 MÖRK Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Hún varð aðeins önnur knattspyrnukonan sem nær að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta leik fyrir kvennalandsliðið. Sveindís Jane Jónsdóttir setti metið á Laugardalsvelli 17. september þegar hún skoraði tvívegis á fyrstu 32 mínútunum í 9-0 sigri á Lettlandi. Ólöf Sigríður, eða Olla eins og hún er kölluð, varð tólfti leikmaður A-landsliðs kvenna til að skora í sínum fyrsta landsleik. ær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Ólöf og Sveindís Jane eru tvær af sjö sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís, Ásta, Olga Færseth, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig og Sólveig skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 25. mínútu. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Sandra María Jessen og Dagný Rún Pétursdóttir skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Knattspyrnukonur sem hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik: 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) 2 MÖRK 10. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen - 2022 á móti Eistlandi (2-0 sigur) 11. Dagný Rún Pétursdóttir - 2022 á móti Eistlandi (2-0 sigur) 12. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 2023 á móti Skotlandi (2-0 sigur) 2 MÖRK
Knattspyrnukonur sem hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik: 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) 2 MÖRK 10. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen - 2022 á móti Eistlandi (2-0 sigur) 11. Dagný Rún Pétursdóttir - 2022 á móti Eistlandi (2-0 sigur) 12. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 2023 á móti Skotlandi (2-0 sigur) 2 MÖRK
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira