Cloé kölluð inn í kanadíska landsliðið en landsliðskonurnar hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 09:31 Cloe Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse er í landsliðshópi Kanada á SheBelieves æfingamótinu. Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira