„Þessi samningur er bara kominn á“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 21:44 Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. Vísir/Vilhelm „Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira