„Það versta var að verða opinber starfsmaður“ Friðrik Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla. Raunar virðist hafa verið valin villandi og í sumum tilfellum beinlínis röng framsetning á tölfræði. Líklega er þessu skellt fram til að framkalla forpöntuð hughrif frá félaginu sem keypti skýrsluna, Félagi íslenskra atvinnurekenda. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur ekki verið óhófleg Úr skýrslu Intellecon: „Á árabilinu 2015 til 2021 hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um 3% aukning.“ Af þessum tölum hefur sú ályktun verið dregin í fjölmiðlum að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus. Ekki er gerð nokkur tilraun til að setja þróunina í samhengi við aðra þætti sem hér hafa áhrif. Almenn fólksfjölgun kallar á fleira starfsfólk í opinberum greinum og heimsfaraldur lamaði stóran hluta einkageirans á árunum 2020 og 2021. Sé eingöngu litið til fjölda launafólks 2010-2022 jókst fjöldi þeirra sem starfa á opinberum markaði um 23% á árunum 2010-2022 en um 34% á almennum markaði. Aukning í fjölda launafólks á opinberum markaði var nær engin á tímabilinu 2010-2017 en á sama tíma jókst fjöldi launafólks á almennum markaði um rúmlega 30%. Frá 2017-2021 jókst fjöldinn vissulega mun hraðar á opinbera markaðnum en á hinum almenna en áhrif heimsfaraldurs skekkja myndina verulega. Þessi skekkja leiðréttist að mestu á árinu 2022 þegar kröftugur viðsnúningur varð í hlutfallslegri fjölgun milli almenns og opinbers markaðar. Einhverra hluta vegna er ekki er fjallað um þetta í skýrslu Intellecon. Staðgreiðsluskrár ríkisskattsstjóra sýna þetta einnig glöggt en fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst tvöfalt hraðar á almennum markaði en opinberum markaði árin 2010-2022. Á árinu 2022 voru um 31% starfandi á aldrinum 26-54 ára hjá hinu opinbera en hlutfallið hefur lækkað stöðugt á síðasta áratug. Eini undirflokkur opinbera markaðarins sem hefur stækkað hraðar en fyrirtæki á almenna markaðnum á tímabilinu eru í flokknum opinber fyrirtæki. Tölum um samkeppnishæfni Úr skýrslu Intellecon: „Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði. Á síðustu árum hefur þessi munur nánast horfið... laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn“. Þetta er vægast sagt áhugaverð fullyrðing og í raun fráleit framsetning. Sérstaklega fyrir þær sakir að ekki eru færð nein sannfærandi rök fyrir þessu í skýrslunni. Borin eru saman meðaltöl í launakostnaði og heildarlaunum fullvinnandi fyrir hópa sem tæpast eru samanburðarhæfir. Ekki er fjallað um það að rúmlega 50% starfandi hjá ríki eru með háskólamenntun að baki og um 40% starfandi hjá sveitarfélögum samanborið við um 13% á almenna markaðnum skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um sérfræðinga er það helst sagt að þau sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi töluvert hærri greidd heildarlaun en aðrir sérfræðingar hjá hinu opinbera. Ekki er fjallað um tímakaup sérfræðinga á opinbera markaðnum í samanburði við sérfræðinga á almennum markaði og verulegt vanmat á störfum þeirra. Um þetta og kynbundin launamun í boði ríkis og sveitarfélaga hef ég áður fjallað um í grein minni „Opinbert óréttlæti“. Þar fjalla ég um þá sorglegu staðreynd að þessir sérfræðingar, sem eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, niðurgreiða í raun vinnuafl sitt í þágu fyrirtækja á almennum markaði. Á verðmætasköpun sér aðeins stað á einkamarkaði? „Eins og ykkur er flestum kunnugt þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi var að verða opinber starfsmaður”. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Suðurkjördæmis, í byrjun erindis síns í útgáfuhófi umræddrar skýrslu. Erindi Guðrúnar bar heitið Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Boðskapur erindisins laut að mestu að yfirburðum almenna markaðarins í verðmætasköpun og þær hættur sem útþensla hins opinbera skapaði fyrir samfélagið. Ekki er ljóst hvort háttvirtur þingmaður hafi þá staðföstu trú að hag kjósenda hennar og fyrirtækja verði best borgið með skólakerfi, heilbrigðiskerfi og orkuinnviðum á einkamarkaði, svo dæmi séu tekin. Það er vissulega rétt sem þingmaðurinn segir að stærð opinbera markaðarins séu skorður settar af verðmætasköpun einkamarkaðar til lengri tíma en það er gamaldags og klisjukennd framsetning að verðmætasköpun eigi sér einungis stað á einkamarkaði. Staðreyndin er nefnilega að hið opinbera er virkur þátttakandi í verðmætasköpun hagkerfisins. Opinberi markaðurinn framleiðir aðföng fyrir verðmætasköpun fyrirtækja á almennum markaði og starfsfólk opinbera markaðarins er verðmætur hlekkur í verðmætasköpuninni. Þetta á sérstaklega við á þeim mörkuðum þar sem markaðsbrestur ríkir og þar sem opinberir aðilar eru líklegri en almennur markaður til að ná fram kostnaðarlágmörkun. Tölum út frá staðreyndum Gagnrýni á opinbera markaðinn og aðhald frá skattgreiðendum er bæði sjálfsagt og skiljanlegt. BHM fagnar upplýstri umræðu um opinbera markaðinn. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera að hámarka velferð fólks og fyrirtækja með kröftugri verðmætasköpun á báðum mörkuðum. Sú moðsuða sem sett var fram af Félagi atvinnurekenda í síðustu viku var þó hvorki upplýst né til nokkurs gagns. Slík hagsmunasamtök eiga að hafa metnað til að gera betur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla. Raunar virðist hafa verið valin villandi og í sumum tilfellum beinlínis röng framsetning á tölfræði. Líklega er þessu skellt fram til að framkalla forpöntuð hughrif frá félaginu sem keypti skýrsluna, Félagi íslenskra atvinnurekenda. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur ekki verið óhófleg Úr skýrslu Intellecon: „Á árabilinu 2015 til 2021 hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um 3% aukning.“ Af þessum tölum hefur sú ályktun verið dregin í fjölmiðlum að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus. Ekki er gerð nokkur tilraun til að setja þróunina í samhengi við aðra þætti sem hér hafa áhrif. Almenn fólksfjölgun kallar á fleira starfsfólk í opinberum greinum og heimsfaraldur lamaði stóran hluta einkageirans á árunum 2020 og 2021. Sé eingöngu litið til fjölda launafólks 2010-2022 jókst fjöldi þeirra sem starfa á opinberum markaði um 23% á árunum 2010-2022 en um 34% á almennum markaði. Aukning í fjölda launafólks á opinberum markaði var nær engin á tímabilinu 2010-2017 en á sama tíma jókst fjöldi launafólks á almennum markaði um rúmlega 30%. Frá 2017-2021 jókst fjöldinn vissulega mun hraðar á opinbera markaðnum en á hinum almenna en áhrif heimsfaraldurs skekkja myndina verulega. Þessi skekkja leiðréttist að mestu á árinu 2022 þegar kröftugur viðsnúningur varð í hlutfallslegri fjölgun milli almenns og opinbers markaðar. Einhverra hluta vegna er ekki er fjallað um þetta í skýrslu Intellecon. Staðgreiðsluskrár ríkisskattsstjóra sýna þetta einnig glöggt en fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst tvöfalt hraðar á almennum markaði en opinberum markaði árin 2010-2022. Á árinu 2022 voru um 31% starfandi á aldrinum 26-54 ára hjá hinu opinbera en hlutfallið hefur lækkað stöðugt á síðasta áratug. Eini undirflokkur opinbera markaðarins sem hefur stækkað hraðar en fyrirtæki á almenna markaðnum á tímabilinu eru í flokknum opinber fyrirtæki. Tölum um samkeppnishæfni Úr skýrslu Intellecon: „Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði. Á síðustu árum hefur þessi munur nánast horfið... laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn“. Þetta er vægast sagt áhugaverð fullyrðing og í raun fráleit framsetning. Sérstaklega fyrir þær sakir að ekki eru færð nein sannfærandi rök fyrir þessu í skýrslunni. Borin eru saman meðaltöl í launakostnaði og heildarlaunum fullvinnandi fyrir hópa sem tæpast eru samanburðarhæfir. Ekki er fjallað um það að rúmlega 50% starfandi hjá ríki eru með háskólamenntun að baki og um 40% starfandi hjá sveitarfélögum samanborið við um 13% á almenna markaðnum skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um sérfræðinga er það helst sagt að þau sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi töluvert hærri greidd heildarlaun en aðrir sérfræðingar hjá hinu opinbera. Ekki er fjallað um tímakaup sérfræðinga á opinbera markaðnum í samanburði við sérfræðinga á almennum markaði og verulegt vanmat á störfum þeirra. Um þetta og kynbundin launamun í boði ríkis og sveitarfélaga hef ég áður fjallað um í grein minni „Opinbert óréttlæti“. Þar fjalla ég um þá sorglegu staðreynd að þessir sérfræðingar, sem eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, niðurgreiða í raun vinnuafl sitt í þágu fyrirtækja á almennum markaði. Á verðmætasköpun sér aðeins stað á einkamarkaði? „Eins og ykkur er flestum kunnugt þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi var að verða opinber starfsmaður”. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Suðurkjördæmis, í byrjun erindis síns í útgáfuhófi umræddrar skýrslu. Erindi Guðrúnar bar heitið Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Boðskapur erindisins laut að mestu að yfirburðum almenna markaðarins í verðmætasköpun og þær hættur sem útþensla hins opinbera skapaði fyrir samfélagið. Ekki er ljóst hvort háttvirtur þingmaður hafi þá staðföstu trú að hag kjósenda hennar og fyrirtækja verði best borgið með skólakerfi, heilbrigðiskerfi og orkuinnviðum á einkamarkaði, svo dæmi séu tekin. Það er vissulega rétt sem þingmaðurinn segir að stærð opinbera markaðarins séu skorður settar af verðmætasköpun einkamarkaðar til lengri tíma en það er gamaldags og klisjukennd framsetning að verðmætasköpun eigi sér einungis stað á einkamarkaði. Staðreyndin er nefnilega að hið opinbera er virkur þátttakandi í verðmætasköpun hagkerfisins. Opinberi markaðurinn framleiðir aðföng fyrir verðmætasköpun fyrirtækja á almennum markaði og starfsfólk opinbera markaðarins er verðmætur hlekkur í verðmætasköpuninni. Þetta á sérstaklega við á þeim mörkuðum þar sem markaðsbrestur ríkir og þar sem opinberir aðilar eru líklegri en almennur markaður til að ná fram kostnaðarlágmörkun. Tölum út frá staðreyndum Gagnrýni á opinbera markaðinn og aðhald frá skattgreiðendum er bæði sjálfsagt og skiljanlegt. BHM fagnar upplýstri umræðu um opinbera markaðinn. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera að hámarka velferð fólks og fyrirtækja með kröftugri verðmætasköpun á báðum mörkuðum. Sú moðsuða sem sett var fram af Félagi atvinnurekenda í síðustu viku var þó hvorki upplýst né til nokkurs gagns. Slík hagsmunasamtök eiga að hafa metnað til að gera betur. Höfundur er formaður BHM.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun