Munu ekki sitja undir sýndarviðræðum á sama tíma og verkföll eru boðuð Tryggvi Páll Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 09:47 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtti tækifærið og skaut létt á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, þegar hann gekk framhjá henni þar sem Sólveig var í viðtölum við fréttamenn. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist ekki vera bjartsýnn á að samningafundur í deilu samtakanna og Eflingar í Karphúsinu í dag skili niðurstöðu í dag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26