Munu ekki sitja undir sýndarviðræðum á sama tíma og verkföll eru boðuð Tryggvi Páll Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 09:47 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtti tækifærið og skaut létt á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, þegar hann gekk framhjá henni þar sem Sólveig var í viðtölum við fréttamenn. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist ekki vera bjartsýnn á að samningafundur í deilu samtakanna og Eflingar í Karphúsinu í dag skili niðurstöðu í dag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26