Þetta er ekki hægt lengur Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun