Þetta er ekki hægt lengur Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar