Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Þar kemur fram að Cemal Kütahya, fyrirliði tyrkneska landsliðsins, hafi látist í jarðskjálftanum ásamt fimm ára syni sínum. Kütahya var 32 ára þegar hann lést.
It is with great sadness that we learned of the death of Türkiye men's team captain Cemal Kütahya and his five-year-old son Ç nar, who were buried in rubble due to the devastating earthquakes that hit Türkiye and Syria on Monday. Kütahya was a key part of the indoor national team pic.twitter.com/4pz1vlyAdC
— International Handball Federation (@ihf_info) February 14, 2023
Kütahya og sonur hans grófust undir rústum í húsi hans í Hatay Antakya. Eiginkona hans, sem er gengin fjóra mánuði með annað barn þeirra, er ófundin sem og tengdamóðir hans.
Auk þess að vera fyrirliði tyrkneska handboltalandsliðsins spilaði Kütahya með strandhandboltalandsliðinu og var fyrirliði þess. Samtals spilaði hann yfir 150 leiki með landsliðum Tyrklands í handbolta og strandhandbolta.
Á ferli sínum lék Kütahya í heimalandinu, Katar og Rúmeníu. Síðast lék hann með Özel Vefakent Hatay Metropolitan Municipality Sports Club.