Reid stjarnan á blaðamannafundinum - ætlar ekki að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2023 04:42 Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, með innherjanum Travis Kelce eftir sigurinn í Super Bowl 57 í nótt. Getty Images / Cooper Neill Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, staðfesti á blaðamannafundi eftir Super Bowl í nótt að hann ætlar ekki að setjast í helgan stein að svo stöddu. Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“ NFL Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Sjá meira
Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“
NFL Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Sjá meira