Katrín Tanja sótti um bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 08:31 Katrín Tanja hefur komið sér vel fyrir í Idaho fylki en það er í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt til Bandaríkjanna og hefur komið sér vel fyrir með kærastanum í Idaho fylki. Hún vill nú fá bandarískt ríkisfang. Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum. CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira