Katrín Tanja sótti um bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 08:31 Katrín Tanja hefur komið sér vel fyrir í Idaho fylki en það er í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt til Bandaríkjanna og hefur komið sér vel fyrir með kærastanum í Idaho fylki. Hún vill nú fá bandarískt ríkisfang. Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum. CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum.
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira