Gunnhildur Yrsa: Sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin heim til Íslands en það gekk mikið á síðustu mánuði hennar með Orlando Pride. Getty/Alex Livesey Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir hneykslismál í bandaríska fótboltanum hafi haft sitt að segja þegar hún tók ákvörðun að snúa heim til Íslands. Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina. Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina.
Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira