Heimurinn varð jákvæðari eftir að Villi Neto hitti Kristján Óla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 22:35 Tveir heimar mætast í nýjasta myndbandi Geðhjálpar. skjáskot Í nýju myndbandi Geðhjálpar er það heldur betur ólíklegt dúó sem fer á kostum, þeir Vilhelm Neto grínisti og Kristján Óli Sigurðsson, fótboltaspekúlant. Vilhelm segir að heimurinn hafi orðið örlítið jákvæðari eftir að hafa hitt Kristján Óla. Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is. Geðheilbrigði Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira