Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2023 21:39 Hilmar og Gunnhildur Þórunn við málverkið af Lionel Messi, sem Hilmar fékk í 9 ára afmælisgjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira